NATURA SPA
Heilsulind fyrir líkama og sál
Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nudd- og snyrtimeðferðir.
Laugin og heitu pottasvæðið er opið frá 10. desember með viðeigandi fjöldatakmörkunum.
Þegar gengið er inn á Natura Spa blasir við heill heimur út af fyrir sig en að baki heilsulindinni býr sú hugmynd að fólk geti nært í senn anda og líkama undir sama þaki, án alls utanaðkomandi áreitis. Hjá Natura Spa er boðið upp á margar af mest spennandi fegurðar- og nuddmeðferðum landsins, ásamt líkamsskrúbbi og ótal mörgu öðru.
- Stakur aðgangur í heilsulindina kostar kr. 5.400. Innifalið er sloppur og handklæði til afnota.
- Aldurstakmark í Natura Spa er 16 ára.
- Með öllum meðferðum yfir kr. 9.000 er innifalinn aðangur að heilsulind Natura Spa.
- Aðgangur að spa með meðferðum undir kr. 9.000 er kr. 3.500.
Vinamlegast kynnið ykkur opnunartíma heilsulindarinnar og hafið í huga að ekki gefst tími til að fara í spa eftir síðustu meðferðir dagsins.
Jafnframt eru viðskiptavinir beðnir um að mæta tímanlega í bókaðar meðferðir þar sem seinkun getur haft í för með sér styttri meðferðartíma og þar með skerta meðferð.

NUDD OG SNYRTIMEÐFERÐIR
Natura Spa
Við leggjum mikla áherslu á gæði og notumst því eingöngu við lífrænar vörur frá Sóley Organics og hágæða ítalskar snyrtivörur frá Comfort Zone.
SÓLEY ORGANICS
Comfort Zone