Kaffidrykkja lengir lífið samkvæmt nýrri rannsókn

Það er fátt betra en bolli af góðu kaffi í morgunsárið. Margir treysta á sinn daglega koffínskammt til þess að koma sér inn í daginn og takast á við þau verkefni sem bíða þeirra. Það sem hins vegar fæstir vita er það að þessi bragðgóði og „bráðnauðsynlegi“ kaffibolla gæti janvel verið að lengja líf viðkomandi, samkvæmt nýrri rannsókn, en niðurstöður hennar gefa til kynna, en sanna þó ekki, að kaffidrykkja minnkar líkurnar á dauðsfalli af heilsufarslegum ástæðum til næstu 10 ára.

„NIÐURSTÖÐUR OKKAR GEFA TIL KYNNA AÐ NEYSLA FJÖGURRA KAFFIBOLLA Á DAG GETUR VERIÐ PARTUR AF HEILSUSAMLEGU LÍFERNI FÓLKS“ – SEGIR DR. ADELA NAVARRO.

Niðurstöðurnar voru kynntar á ráðstefnu European Society of Cardiology í Barcelona nú á dögunum. Rannsóknin spannaði 20 þúsund þátttakendur þar sem meðalaldurinn var 37 ára en þátttakendur voru búsettir við miðjarðarhaf. Fylgst var með þátttakendum yfir 10 ára tímabil.

„Kaffi er einn vinsælasti drykkur heims. Fyrri rannsóknir hafa sýnt tengsl milli kaffidrykkju og langlífi en slík rannsókn hefur aldrei verið framkvæmd í löndum miðjarðarhafsins.“

Á þessu 10 ára tímabili dóu 337 þátttakendur en þeir sem drukku að minnsta kosti 4 bolla af kaffi á dag drógu úr líkum á dauða um 64% samanborið við þá sem drukku lítið sem ekkert kaffi. Þegar rannsakendur skoðuðu önnur gögn fundu þeir út að líkurnar á dauða drógust enn meira saman hjá þeim sem voru 45 ára eða eldri.

Þó er tekið fram að niðurstöðum rannsóknarinnar skuli tekið með vara þar sem þær hafi ekki enn verið birtar í virtum ritrýndum læknaritum.

Grein þessi birtist á vefsíðu WebMD

2018-02-06T18:23:28+00:00