Nuddmeðferðir2021-01-13T10:45:26+00:00

Við hvetjum fólk til að gefa sér góðan tíma fyrir og eftir meðferðartímann til að fara í heita pottinn, sauna, gufuna eða sundlaugina til að ná hámarksárangri í meðferðinni.

Í sundlauginni eru flothettur sem hægt er að nota við flot í sundlauginni

Gestir fá handklæði og slopp við komu.

Smelltu hér til að skoða gjafabréf á Natura Spa

Partanudd

Unnið er með vandamálasvæði eftir þörfum hvers og eins. T.d. er hægt að leggja áherslu á háls, mjóbak eða fætur.
25 mín. kr. 9.900.-

Slökunarnudd

Farið yfir álagssvæði líkamans með léttum og ljúfum strokum sem mýkja út alla streitu og þreytu.
50 mín. Kr. 13.900.-
80 mín. Kr. 17.900.-

Natura Magnesíum Saltskrúbb

Kröftug meðferð fyrir líkamann sem örvar blóðrásina og endurnærir húðina.
25 mín. kr. 9.900.-

Heilsunudd

Leitast er við að mýkja vöðva og ná fram slökun. Notaðar eru fjölbreyttar nuddstrokur með léttum og djúpum þrýstingi sem stuðla að hreyfingu blóðrásar og sogæðavökva.
50 mín. kr. 13.900.-
80 mín kr. 17.900.-

Paranudd fyrir tvo

Parnanudd er djúpt og slakandi heilnudd. Nuddið örvar blóðflæði, hjálpar líkamanum að slaka á og endurnýjar orku. Parið nær að slaka vel á í návist hvors annars í huggulegu paranuddherbergi. Hægt er að panta veitingar í betri stofunni fyrir eða eftir nuddið.
50 mín. kr. 27.800.- (gildir fyrir tvo)

Djúpnudd

Nudd fyrir þá sem eru í stífum æfingum. Unnið er út frá þörfum hvers og eins, hægt er að óska eftir áherslu á staðbundin svæði.
50 mín kr. 14.900.-
80 mín kr. 18.900.–

Magnesíum Djúpnudd

Nudd fyrir þá sem eru í stífum æfingum. Hrein magnesium olía er notuð til að auka orku, jafna blóðflæði, auka kalkupptöku og hjálpa vöðvastarfsemi líkamans. Unnið er út frá þörfum hvers og eins, hægt er að óska eftir áherslu á staðbundin svæði.
50 mín. kr. 14.900.-
80 mín. kr. 18.900.-

Ilmkjarnaolíunudd

Ferskandi nudd og húðmeðferð. Þú velur 2-3 ilmkjarnaolíur sem blandað er í lyktarlausa kókosolíuna og svo er unnið út frá þörfum hvers og eins, hægt er að óska eftir áherslu á staðbundin svæði.
50 mín. kr. 14.900.-
80 mín. kr. 18.900.-

Shiatsu nudd

Shiatsu þýðir hreinlega fingurþrýstingur og svokallað þrýstipunktanudd og byggist á svipaðri hugmyndafræði og nálastungur. Líkamsþyngdin er notuð á meðan að þrýstingur er settur á sérstaka punkta á líkamanum. Þrstingingurinn hefur svo áhrif á orkuna sem flæðir í gegnum orkubrautirnar. Orkan heitir chi. Shiatsu er notað til að meðhöndla bæði andleg og líkamleg mein eins og þunglyndi, kvíða, ógleði, stífleika, höfuðverki, gigt, krampa eða tognaða vöðva.
50 mín kr.14.900.-
80 mín kr.18.900

Steinanudd

Notaðir eru heitir steinar en þeir hafa þau áhrif að blóðflæðið eykst og það næst meiri dýpt í nuddið þó svo að meðferðin sé silkimjúk og áreynslulaus.
50 mín. kr. 14.900.-
80 mín. kr. 18.900.-

Svæðanudd

Unnið er með þá kenningu að í iljum, lófum, eyrum og höfði séu endar tauga sem ná að ákveðnum líffærum og líkamspörtum. Stuðlað er að jafnvægi í líkamanum með því að beita þrýstinuddi á þessi áhrifasvæði og ná þannig fram örvun eða slökun eftir því sem við á.
50 mín. kr. 14.900.-

Sogæðanudd

Mjúk og slakandi húðmeðferð sem miðar að því að örva og styrkja sogæðakerfi líkamans. Leitast er eftir því að vinna gegn óæskilegri vökva- og streituefnasöfnun í líkamanum með því að pumpa eitlakerfið og hreinsa svo sogæðakerfið með örfínum og léttum fingrastrokum. Virkar vel sem eftirmeðferð vegna brjóst, -eitlanáms og eftir strangar lyfjameðferðir. Einnig gegn vefjagigt, bjúgsöfnun og húðvandamálum. Gott er að vera búinn að drekka vel af vatni, jafnvel að taka vatnslosandi jurtir og ekki vera í undirfötum sem þrengja að húðinni. Sogæðanudd nýtist best sem meðferð með fleiri en einum tíma.
80 mín. kr. 18.900. –

Meðgöngunudd

Nuddið er aðlagað þörfum hverrar konu fyrir sig og leitast er við að draga úr spennu og verkjum í líkamanum. Nuddað er á sérstökum meðgöngupúða sem gerir barnshafandi konum kleift að liggja á maganum.
50 mín. kr. 13.900. –

Endurnærandi líkamsmeðferð

Líkaminn er fyrst þurrburstaður og svo  nuddaður   í 50 mín. eftir þörfum nuddþega. Þar á eftir er húðin skrúbbuð uppúr saltblöndu. Svo fær nuddþeginn að slaka á í 10-15 mín meðan að saltið sogast uppí húð, liði og vöðva.
80 mín. kr. 18.900.-

Body Strategist Cellulite vafningur

Body Strategist cellulite meðferð vinnur á appelsínuhúð. Mjög virk meðferð með hitavirkni, sem vinnur vel á harðri appelsínuhúð. Dregur vel úr sjáanlegri appelsínuhúð, örvar blóðrásina og endurmótar líkaman með því að örva fitusundrun.
kr. 14.900.-