Snyrtimeðferðir2020-11-12T14:20:27+00:00

Andlitsmeðferðir Natura Spa

Við hjá Natura Spa bjóðum uppá fjölbreytt úrval andlitsmeðferða. Við notum hágæða vörumerki og bjóðum bæði upp á Comfort Zone andlitsmeðferðir og Sóley Organic andlitsmeðferðir.
Comfort Zone er hágæða ítalskt vörumerki sem notar eingöngu bestu mögulegu hráefni í vörurnar og eru þekktir um víða veröld fyrir Spa vörur sína.
Sóley Organics er íslenskt lífrænt vottað vörumerki og notar hágæða íslenskar jurtir í framleiðsluna og hefur öðlast mikla viðurkenningu hér á landi sem og erlendis.
Hver og ein andlitsmeðferð er sniðin að þörfum hvers og eins og hentar jafnt konum sem og körlum á öllum allri. Veldu einungis það besta fyrir þig.

Lúxus andlitsmeðferð

Slakandi og endurnærandi andlitsmeðferð sem styrkir og endurnærir húðina. Andlitið er yfirborðs– og djúphreinsað, gefið er slakandi andlits- og herðanudd. Í lok meðferðar er lúxusmaski á andlit og augu, krem eru svo valin eftir húðgerð og borin á andlit og háls. Boðið er uppá höfuðnudd á meðan maski liggur á. Plokkun/vax á brúnir er innifalið.
80 mín. 18.900 kr

Klassískt andlitsbað – hentar bæði dömum og herrum

Frískandi andlitsmeðferð sem dregur úr streitu ásamt því að styrkja og endunæra húðina. Andlitið er yfirborðs- og djúphreinsað, húð hituð og gefið er andlits- og herðanudd. Í lok meðferðar er maski og krem valið eftir húðgerð borið á andlit og háls og einnig er höfuðnudd gefið á meðan maski liggur á. Tilvalin meðferð fyrir dömur og herra á öllum aldri sem vilja viðhalda æskuljóma húðarinnar. Plokkun/vax á brúnir er innifalið.
60 mín. 14.900 kr.

Augnmaski

Bættu við augnmaska með andlitsmeðferðum. Endurnærandi maski fyrir augnsvæðið. Maskinn dregur úr þrota, dökkum baugum og línum í kringum augun. Með andlitsmeðferðum eða litun og plokkun.
2.000 kr.

Natura Deluxe

Einstök Deluxe andlitsmeðferð sem endurnærir bæði húð og líkama. Hreinsun og djúphreinsun á andlit. Nudd á herðar, andlit og höfuð með sérvöldum ilmkjarnaolíum. Ásamt slakandi handa- eða fótanuddi með heitum steinum til að draga úr bólgum og þreytu. Að lokum er borinn á andlitsmaski sem er sérsniðinn að húðgerð hvers og eins.  Litun og plokkun innifalin.
90 mín kr. 21.900.-

Kaupa sem gjafabréf

Glóandi

Andlitsmeðferð sem færir húðinni aukin ljóma og útgeislun. Hreinsun og djúphreinsun á andlit, ásamt nuddi á herðar, andlit og höfuð með sérvöldum ilmkjarnaolíum. Að lokum maski sem er sérsniðinn að húðgerð hvers og eins.
60 mín. kr. 14.900.-

Frískandi

Andlitsmeðferð sem hefur frískandi áhrif á húðina. Hreinsun með frískandi andlitshreinsi og djúphreinsi sem gefur húðinni hreint og ferskt útlit, létt andlitsnudd með sérvöldum ilmkjarnaolíum og að lokum maski sem er sérsniðinn að húðgerð hvers og eins.
40 mín. kr. 10.900.-

Ávaxtasýrumeðferð – Skin Regimen

Þessi meðferð hentar ólíkum húðgerðum, einnig yngri húð til þess að hægja á öldrunarferli húðar. Jafnframt fyrir þroskaða húð sem þarfnast viðhalds, leiðréttingar og áframhaldani umhirðu. Húðin verður samstundis rakameiri og þrýstnari. Húðin lyftist og svipbrigðalínur mýkjast og grynnka. Vannærð húð fyllist næringu og orku. Þessir meðferð endurnýjar og eykur þéttleika vefja. Beitt er sérstöku nuddi á húðina sem örvar virkni efna og efnaskipta.
50 mín. kr. 14.900

Boostmeðferð

Frískandi og rakagefandi andlitsmeðferð sem gefur húðinni einstaklega gott „boost“. Kjörin meðferð fyrir þær/þá sem vilja sjá árangur á sem stystum tíma. Andlitið er yfirborðs- og djúphreinsað. Maski borin á andlit og háls með penslum sem einnig eru notaðir í létt nudd. Nuddið örvar blóðflæðið. Sogæðakerfið örvast og penslarnir aðstoða við úrgangs og eiturefnalosun og örva endurnýjun húðvefja. Boðið er uppá höfuðnudd á meðan maski liggur á. Hydramemory dagkrem borið á í lokin.
30 mín. 9.900

Húðhreinsun

Áhrifarík meðferð fyrir blandaða, feita og óhreina húð (fílapenslar og bólur). Húðin er yfirborðs- og djúphreinsuð. Gufa er notuð til að hita húðina og undirbúa fyrir kreistun. Þá er maski settur á sem er andoxandi og bakteríudrepandi og af því loknu dagkrem.
60 mín. kr. 11.900.-

Hand- og fótsnyrting

Klassísk handsnyrting

Í klassískri handsnyrtingu eru neglur þjalaðar, naglabönd snyrt og neglur bónþjalaðar. Hendur eru nuddaðar upp að olnboga. Neglur lakkaðar ef óskað er eftir.
60 mín. kr. 10.900,-

Lúxus handsnyrting með paraffín

Hendurnar eru djúphreinsaðar, neglur og naglabönd snyrt. Neglur bónþjalaðar. Paraffínvax sett á hendur. Paraffínvax mýkir húð og er einstaklega gott fyrir vöðva og liði. Hentar mjög vel fyrir fólk með liðagigt. Hendur eru nuddaðir upp að olnboga. Á meðan maski liggur er boðið uppá höfuðnudd. Neglur lakkaðar ef óskað.
75 mín. kr. 14.900,-

Lúxus fótsnyrting með paraffín

Fætur eru settar í vatn með sérstöku salti sem mýkir og hreinsar. Fætur skrúbbaðir, neglur og naglabönd snyrt, sigg fjarlægt. Fætur nuddaðir og paraffínvax sett á. Paraffínvax mýkir húð. Einstaklega gott fyrir vöðva og liði. Hentar mjög vel fyrir fólk með liðagigt. Á meðan maski liggur á er boðið uppá höfuðnudd. Neglur lakkaðar ef óskað.
75 mín. kr. 14.900,-

Klassísk fótsnyrting

Fætur eru settar í vatn með sérstöku salti sem mýkir og hreinsar. Neglur og naglabönd snyrt og sigg fjarlægt. Fætur nuddaðir. Neglur lakkaðar ef óskað er.
60 mín. kr. 10.900,-

Létt handsnyrting

Neglur klipptar og þjalaðar. Neglur lakkaðar ef óskað er eftir.
30 mín. kr. 6.900,-

Létt fótsnyrting

Fótabað, neglur klipptar og þjalaðar. Neglur lakkaðar ef óskað er eftir.
30 mín. kr. 6.900,-

Aðrar hand- og fótsnyrti meðferðir

UV gel lökkun með hand-og fótsn – 4.000 kr
Þjölun og UV lökkun á hendur eða fætur – 6.900 kr

Augu og brúnir

Meðferðir í boði

1. Augnhár, brúnir og plokkun/vax – 6.200 kr.
2. Augnhár og plokkun/vax – 4.500 kr.
3. Augabrúnir litun og plokkun/vax – 4.900 kr.
4. Litun á augnhár – 3.500 kr.
5. Litun á augabrúnir – 3.500 kr.
6. Litun á augnhár og brúnir – 3.900 kr.
7. Plokkun/mótun/vax á brúnir – 3.500 kr.

Vaxmeðferðir

Vaxmeðferðir í boði

1. Vax að hné – 5.900 kr.
2. Vax að hné og nári – 7.100 kr.
3. Vax undir hendur – 4.100 kr.
4. Vax upp að nára – 7.900 kr.
5. Vax að nára og nári – 9.700 kr.
6. Vax í nára – 4.900 kr.
7. Brasilískt vax – 7.200 kr. / Endurkoma innan 4 vikna 6.500 kr.
8. Vax á andlit/efri vör haka – 4.900 kr.
9. Vax á efri vör eða höku – 3.500 kr.
10. Vax á baki – 6.500 kr.
11. Vax á bringu og herðum – 5.500 kr.
12. Vax að hné og aftan á læri – 8.200
13. Vax upp að nára plús brasilískt -12.900
14. Vax upp að hné plús brasilískt – 9500