Spa2020-12-16T15:03:53+00:00

HEILSULIND FYRIR LÍKAMA OG SÁL

Natura Spa

Þegar gengið er inn á Natura Spa blasir við heill heimur út af fyrir sig en að baki heilsulindinni býr sú hugmynd að fólk geti nært í senn anda og líkama undir sama þaki, án alls utanaðkomandi áreitis. Á Natura Spa er boðið upp á margar af mest spennandi fegurðar- og nuddmeðferðum landsins, ásamt líkamsskrúbbi og ótal mörgu öðru.

  • Stakur aðgangur í heilsulindina kostar kr. 5.400,- Innifalið er sloppur og handklæði til afnota.
  • Aldurstakmark í Natura Spa er 16 ára
  • Með öllum meðferðum yfir kr. 9.000 er innifalinn aðgangur í heilsulind.
  • Aðgangur í heilsulind með meðferðum undir kr. 9.000 er kr. 3.500.
  • Við viljum að gestir njóti heimsóknarinnar og því er nauðsynlegt að takmarka fjölda í spaið. Hópar sem teljast fleiri en 2 eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband fyrirfram upp á að bóka tíma í heilsulindina.
  • Spa lokar 30 mínútum fyrir skráða lokun.
  • Tímapantanir og frekar upplýsingar í síma 444 4085 eða á netfangið naturaspa(hjá)icehotels.is

Afbókanir

Athugið að ef þarf að afbóka meðferðir í nudd eða snyrtingu þarf að gera svo með 24 stunda fyrirvara að öðrum kosti greiðist meðferðin að fullu. Hægt er að koma skilaboðum á framfæri á netfangið naturaspa@icehotels.is í síma 444 4085 eða á facebókarsíðu okkar.

COMFORT ZONE

Snyrtivörur og krem
SKOÐA

MATSEÐILL

Sælkerastund í Natura Spa
SKOÐA