Vörur2018-02-06T09:51:37+00:00

Comfort Zone snyrtivörur

Comfort Zone eru ítalskar hágæða snyrtivörur sem uppfylla ströngustu skilyrði sérfræðinga og neytenda um gæði, árangur, þróun og vellíðan.

Markmiðið er ávallt að veita einstaka upplifun þar sem leitast er við að örva öll skynfæri viðskiptavinarins; snertiskyn, sjón, heyrn, bragðskyn og lyktarskyn. Útkoman er sjáanleg uppbygging húðarinnar, andleg vellíðan og slökun.

Fyrirtækið hefur ynnið til ýmissa verðlauna, meðal annars sem besta spa vörulínu í Evrópu og Asíu.

Sóley Organics snyrtivörur

Sóley leggur allan sinn metnað í að framleiða hreinar húðsnyrtivörur sem innblásnar eru af íslenskri náttúru.

Sóley húðsnyrtivörurnar eru náttúrulegar og umhverfisvænar. Vörurnar eru lausar við tilbúin rotvarnar-, ilm- og litarefni, jarðolíur, parabenefni, paraffin, phthalates, propylene glycol, PABA, petrolatum, sem og önnur kemísk efni sem skaðað gætu manninn og náttúruna.

Vörurnar byggja á reynslubrunni Íslendinga í bland við nútímatækni og standast ströngustu gæðakröfur.