Frelsi í floti

Að fljóta gefur manni frelsi frá öllu utanaðkomandi áreiti. Það býr til aðstæður fyrir djúpslökun og jafnvægi. Við þessar aðstæður skapast rúm fyrir líkamann til að fínstilla sinn innri takt og njóta vellíðunnar sem og heilsubætandi áhrifa slökunar.

Við það að fljóta eiga sér stað nærandi efnaskipti. Streituvaldandi efni líkt og adrenalín og kortisól víkja fyrir vellíðunarhórmóninum endorfín sem gerir það að verkum að þú flýtur inn í sælutilfinningu. Líkaminn losnar undan þreytutilfinningu og verkjum. Slökun sem næst með þessum hætti hefur góð áhrif á heilastarfsemi, getur bætt minni og getu til að læra. Eðlileg efnaskipti eiga sér stað án allrar áreynslu. Eina sem þú þarft að gera er að njóta þess að leyfa vatninu að umlykja þig og fljóta með inn í slökunarástand.”

Flothettan sem hönnuð er af Unni Valdísi Kristjánsdóttur er alveg dásamleg viðbót við baðmenningu okkar. Það er óhætt að segja að baðmenningin á Íslandi feli í sér ótal tækifæri. Galdurinn er einfaldlega að gera hlutina framúrskarandi vel og átta sig á því að besta hugmyndin er ekki endilega ný sundlaug heldur kannski eitthvað frumlegra eins og til dæmis flothetta.

2019-03-13T09:04:28+00:00