Skilmálar Natura Spa2018-04-17T11:03:05+00:00

Skilmálar Natura Spa

ALMENNT:
Natura Spa áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Aldurstakmark í Natura Spa er 16 ár.

GJALD:
Viðskiptavinurinn samþykkir að greiða að fullu gjald vegna þjónustu fyrirfram.

GREIÐSLA:
Þegar gjald hefur verið greitt er það óafturkræft nema til þess komi að þjónustan falli niður

AFBÓKANIR
Athugið að ef þarf að afbóka meðferðir í nudd eða snyrtingu þarf að gera svo með 24 stunda fyrirvara að öðrum kosti greiðist meðferðin að fullu. Hægt er að koma skilaboðum á framfæri á netfangið naturaspa(hjá)icehotels.is eða í síma 444 4085.